Svör við spurningum Biskupsstofu

Biskupsstofa fer þess vinsamlegast á leit við þig að þú gerir í stuttu máli grein fyrir afstöðu þinni til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo: 

„Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.” 

1. Telur þú þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig?
2. Hver er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?

Í kynningarefni sem ég hef sett á Facebook, blog.is og svipan.is segi ég orðrétt: „Það þarf að endurskoða samband kirkjunnar og þjóðarinnar ásamt því að tryggja trúfrelsi og jafnræði trúfélaga.” Það sem ég segi hér á ekki aðeins við 62. gr. stjórnarskrárinnar heldur líka 63. greinina.

Ég hef þá skoðun að hugtakið „þjóðkirkja” sé úrelt og eigi ekki lengur við nú á 21. öldinni. Það þýðir samt ekki að ríkisvaldið eigi ekki að styðja við og vernda hina envangelísku lútersku kirkju. En ríkisvaldið á jafnframt að styðja við og vernda önnur trúfélög t.d. miðað við höfðatölu svo gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga eins og á öðrum sviðum.

Rétt þykir mér að segja hér að ég tel mig vera kristinn og er alinn upp í kristinni trú og hef alið mín börn upp í sömu trú. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni snemma á þessu ári eftir langa umhugsun og skráði mig í söfnuð Fríkirkjunnar í Reykjavík.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Finnbjörn Gíslason

Höfundur

Finnbjörn Gíslason
Finnbjörn Gíslason
Ég er maðurinn á götunni, áhugamaður um sjálfstæði og virðingu lýðveldisins. Ég sækist eftir kjöri til stjótnlagaþings til endurskoðunar á stjórnarkrá þjóðarinnar m.t.t. jafnréttis, mannréttinda, lýðræðislega þátttöku almennings o.m.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband