Kynning á frambjóðanda til stjórnlagaþings

Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings?

Ég ann mínu landi og þjóð og vil leggja mitt að mörkum til að skapa okkur öllum tryggari framtíð en orðið hefur síðustu tvö árin. Ennfremur er það orðið ljóst fyrir mörgum árum að það hefur verið Alþingi / stjórnvöldum um megn að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins til að aðlaga hana að breyttum tímum. Núverandi stjórnarskrá, sem við erfðum frá Dönum og getum verið þakklát fyrir, er á annað hundrað ára gömul þó hún hafi ekki tekið gildi fyrr en 17. júní 1944. Í mínum huga er það stórkostlegur heiður að fá mögulega í gegnum væntanlegt stjórnlagaþing að taka þátt í því að setja saman skjal sem getur orðið grunnur að framtíðar sjálfstæði og velferð lýðveldisins Íslands.

Menntun / starfsreynsla
Stærstur hluti starfsferils míns, eða um 37 ár, var kringum tölvur. Síðustu 5 ár hef ég starfað við ýmis skrifstofustörf, þ.á.m. um hálft ár sem svæðisfulltrúi RKÍ á Vesturlandi. Seinni árin hef ég lært starfsmannastjórnun hjá EHÍ, hómópatíu (smáskammtalækningar) hjá ICPH og heilun hjá BBSH í Miami. Starfa nú sem gjaldkeri á sýsluskrifstofu Dalabyggðar og sem heimavinnandi húsfaðir.

Fjölskylduhagir
Ég er giftur Margréti Jóhannsdóttur og til samans eigum við 7 börn á aldrinum 15 til 41 árs. Lísa Margrét 15 ára er sú eina sem enn býr heima og stefnir á að ljúka 10. bekk í Búðardal um áramótin. Barnabörnin eru 8. Sem stendur erum við hjónin í fjarbúð, þ.e. Margrét vinnur í Reykjavík en ég í hálfu starfi á sýsluskrifstofu Dalabyggðar í Búðardal og bý þar ásamt Lísu.

Heimili: Sunnubraut 5a,370 Búðardal.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Finnbjörn Gíslason

Höfundur

Finnbjörn Gíslason
Finnbjörn Gíslason
Ég er maðurinn á götunni, áhugamaður um sjálfstæði og virðingu lýðveldisins. Ég sækist eftir kjöri til stjótnlagaþings til endurskoðunar á stjórnarkrá þjóðarinnar m.t.t. jafnréttis, mannréttinda, lýðræðislega þátttöku almennings o.m.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 255

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband